FRÁ SÚKKULAÐIGERÐARMANNI TIL RÚMAFRUMVKÖÐULS

FRÁ SÚKKULAÐIGERÐARMANNI TIL RÚMAFRUMVKÖÐULS

Sagan af DUX, fjölskyldufyrirtækis.

Allt frá stofnun DUX árið 1926, hefur metnaður okkar verið að framleiða þægilegustu rúm í heimi. Ekkert annað hefur nokkurn tímann verið okkur jafn mikilvægt. DUX rúmið er afleiðing háþróaðra svefnrannsókna og –tækni í samvinnu við hefðbundið sænskt handverk. Samvinna þróunar og framleiðslu einblínir á að færa þér góðan svefn.

En höldum nú aftur til ársins 1924 – árið sem saga DUX hefst. Sænski súkkulaðigerðarmaðurinn Efraim Ljung er í viðskiptaferð í nýja heiminum og er nú kominn til Chicago.

„Rúmin okkar eiga að vera heimsins besti staður til að jafna sig.“ Efraim Ljung
VAKNINGIN

VAKNINGIN

Efraim Ljung skráði sig inn á lítið, ómerkilegt hótel í miðborg Chicago sem súkkulaðigerðarmaður og skráði sig út sem rúmafrukvöðull. Nóttin sem hann eyddi á hótelinu varð til vakningar í tvöfaldri merkingu. „Hvernig getur rúm verið svo þægilegt?“ spurði hann sig eftir nætursvefn sem fór fram úr hverjum þeim sem hann hafði áður upplifað.

HEILLANDI UPPGÖTVUN

HEILLANDI UPPGÖTVUN

Forvitnin var yfirþyrmandi. Efraim gerði það fljótt upp við samvisku sína áður en hann tók pennahnífinn sinn og skar varlega, lítinn skurð í efni rúmsins. Uppgötvun hans kom honum á óvart og heillaði hann – rúmið var gert úr sveigjanlegum stálgormum. Hann saumaði efnið varlega saman aftur en tók minninguna um það sem hann hafði séð með sér aftur til Svíþjóðar.

EINSTÖK GORMATÆKNI

EINSTÖK GORMATÆKNI

Hugsanir um sveigjanlega rúmið og hinn yndislega svefn sem það hafði fært voru óumflýjanlegar. Efraim fór að hugsa minna um fyrirtækið sitt og konfektviðskipti og byrjaði að gera tilraunir með stálgorma af mismunandi styrk og teygni. Vinna hans leiddi á endanum til fyrsta DUX rúmsins – með viðkvæmri og einstakri gormatækni sem bregst við þrýstingi og þyngd.

GÆÐI, NÝJUNGAR OG HANDVERK

GÆÐI, NÝJUNGAR OG HANDVERK

Á sjötta og sjöunda áratugnum var fyrirtækið stækkað og framleiddi einnig sófa og stóla. Á níunda áratugnum fæddist hugmyndin um búðina, DUXIANA, sem seinna þróaðist í keðju hönnunarhótela sem báru sama nafn. Í dag er DUX í 22 löndum og merki gæða, nýjunga og handverks um allan heim – rétt eins og Efraim Ljung sá fyrir sér fyrir meira en 85 árum síðan.

FRAMSÝNIN OKKAR REKUR OKKUR ÁFRAM

FRAMSÝNIN OKKAR REKUR OKKUR ÁFRAM

DUX er latína og þýðir „leiðtogi“ og leiðtogaandinn hefur smogið inn í fyrirtækið frá upphafi. Ástríða og áhugi Efraims lifir í gegnum kynslóðir Ljung erfingjanna. Við fylgjumst á afláts með tækni og rannsóknum og þróum vörur okkar í samræmi við nýjustu niðurstöður og framfarir. Sýnin um góðan svefn er hluti af erfðaefni okkar og það rekur okkur áfram.