MUNURINN Á DUX RÚMI

MUNURINN Á DUX RÚMI

Við tökum svefn alvarlega svo þú getir gengið að honum vísum.

Hjá DUX er góður svefn byggður á háþróaðri tækni, alvöru handverki, ströngum prófum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í rúmi frá okkur hvílir líkami þinn á meira en 85 árum af rannsóknum og þróun.

„Mikilfengleiki manns liggur í krafti hugsana hans.“ Blaise Pascal
THE PASCAL SYSTEM

THE PASCAL SYSTEM

Gormasett sem skipta má út gera það einfalt að sníða DUX rúmið að kröfum, óskum og þörfum hvers og eins.

ENDINGARGÓÐ RÚM

ENDINGARGÓÐ RÚM

Nákvæm endingarpróf sýna að DUX rúmin endast allt að fjórum sinnum lengur en önnur rúm á markaðnum.

NÁTTÚRULEG EFNI

NÁTTÚRULEG EFNI

Við notum sterk og endingargóð náttúruleg efni  og skilum þannig ávinningi til bæði umhverfisins og líftíma rúmsins þíns.

VARANLEG GORMAÞRÓUN

VARANLEG GORMAÞRÓUN

Okkar háþróaða gormakerfi samanstendur af þúsundum samtengdra gorma úr gæðastáli sem vinna saman til að veita hámarks lausn frá þrýstingi. Þessi hönnun veitir miklu jafnari þrýstingsdreifingu og –létti en gormar sem virka óháð hver öðrum. Hefðbundin dýna inniheldur venjulega um 1000 gorma. Flest rúma okkar hafa minnst tvöfal fleiri, raðað í tvö til þrjú lög. Lægra lagið af gormum veitir djúpa fjöðrun og dregur í sig líkamsþyngd. Efra lagið styður og fylgir sveigjum líkamans – samhljóma og vel úthugsuð samvinna, hugsuð til að veita hámarksþægindi við svefn.

 

SÉRSNIÐIÐ MEÐ PASCAL KERFINU

Háþróaðasta gormadýnan okkar er DUX Pascal System  sem nefnd er eftir hinum mikla stærð- og eðlisfræðingi Blaise Pascal (1623-1662).

(Pa) er eining fyrir þrýsting t.d. þrýstinginn milli líkama í hvíld og gormanna í dýnu. Pascal kerfið samanstendur af gormasettum sem hægt er að fjarlægja sem raðað er í samræmi við þægindasvæðin þrjú: axlir, mjaðmir og fótleggir. Hvert svæði má útbúa með mjúkum, meðal- eða stífum gormasettum. Þetta gerir báðum hliðum tvöfalds rúm kleift að vera sérsniðin að einstökum kröfum og þörfum, svo sem óléttu og bakverkjum.

RANNSÓKNIR SEM SKILA NIÐURSTÖÐUM

RANNSÓKNIR SEM SKILA NIÐURSTÖÐUM

Án þrotlausra rannsókna og óþrjótandi vilja DUX til að gera æ betur værum við ekki á þeim stað sem við erum á í dag.Við höfum verið leiðandi í svefnrannsóknum síðastliðin 85 ár og okkar fjölmörgu próf sýna yfirburði okkar.

 

ÞRÝSTINGSPRÓF

Þrýstihermir okkar prófar hversu mikinn þrýsting mismunandi hlutar DUX rúmsins leggja á líkamann. Niðurstöðurnar eru svo bornar saman við önnur rúm og hafa hingað til verið mjög jákvæðar: Pressan í DUX rúmi er ekki aðeins minni heldur einnig jafnari en í öðrum rúmum.

 

STYRKTARPRÓF

Til að prófa styrk DUX rúma notum við Fingal – 280-punda dúkku úr gegnheilum viði. Í heila viku rúllar Fingal sér fram og til baka yfir nýframleidd rúm 600.000 sinnum, jafngildi 30 ára notkunar. Þessi próf sýna að DUX rúm endist 3-4 sinnum lengur en meðal líftími annarra rúma á markaðnum.

 

NÁTTÚRUNNAR BESTU EFNI Í OKKAR RÚMUM

Val á efni er afar mikilvægt gæðum og styrk rúms. Þess vegna veljum við sterk og endingargóð efni, svo sem stál, furu, bómull og náttúrulegt latex í rúmin okkar – til að gagnast bæði umhverfinu og líftíma rúmsins þíns.